NTC

„Að vera rappari á Akureyri er hark“

„Að vera rappari á Akureyri er hark“

Það fylgja þessu bæði gleði og tár og fólk gerir sér enga grein fyrir vinnunni á bakvið það að vera tónlistarmaður,” segir Halldór Kristinn Harðarsson eða KÁ-AKÁ en hann hefur verið að geta sér gott orð sem rappari undanfarin misseri.
Halldór er 23 ára gamall Akureyringur í húð og hár sem ólst upp á Oddeyrinni og býr þar enn. Dóri, eins og hann er jafnan kallaður gekk í Oddeyrarskóla og segir það hafa gefið sér mikið að alast upp á Eyrinni. Hann heillaðist snemma af rapptónlist og telur líklegt að áhuginn á rímum sé í blóðinu.Amma mín heitin samdi mikið af ljóðum og kvæðum, þetta helst allt saman í hendur.”
dori-efstamynd

Gaf mér helling að alast upp á Eyrinni

Halldór er fæddur og uppalinn á Eyrarvegi 1. Halldór hefur alltaf kunnað vel við sig á Eyrinni og segir hverfið hafa mótað sig. Að alast upp á Eyrinni var algjör snilld. Ég ólst upp í mjög fjölbreyttum bekk, við gerðum nokkurnveginn allt sem okkur datt í hug og fengum að vera krakkar í friði. Það gaf mér held ég helling að alast upp með mjög mismunandi karakterum og sjá snemma að það eru svo sannarlega ekki allir eins. Ég lærði mikið á eyrinni og lærði að kápan segir ekkert um þig, heldur það sem býr inn í þér.”

Það góða við þessa tíma var líka þannig að maður ólst ekki upp í bómul og fékk að læra hlutina þannig, ég var ekki í neinu rugli, æfði alla daga og bjó mest megnis úti á skólalóð.

Ekki allir hannaðir fyrir 8 til 4 bóknám

Halldóri gekk erfiðlega að fóta sig í venjulegu bóknámi í grunnskóla og hefur sterkar skoðanir á skólakerfinu. Ég var mjög aktívur drengur en mér gekk alltaf vel þegar ég fékk að njóta mín og gera eitthvað sem ég hafði áhuga á. Það meikar engan sense að vera að troða 8-4 lærdómi upp á heilan her af börnum.” Ég tel að á meðan þú ert í góðri vinnu, með áhugamál og troðið af góðu fólki í kringum mig, þá þarftu ekki miklar áhyggjur.“

Pressan frá samfélaginu á að fara strax í skóla er líka fáránleg. Þetta er samt aðeins að breytast og mikið af fólki að koma upp á Íslandi sem er að slá í gegn með sinni sköpunargáfu og hæfileikum, hvort sem það sé menntað eða ekki,” segir Halldór.

Hark að vera rappari á Akureyri

Eins og gefur að skilja eru flestir innan rappsenunnar staddir á Höfðuborgarsvæðinu en Halldór telur það bæði hafa sína kosti og galla að vera búsettur á Akureyri. Að vera rappari á Akureyri er oft hark, ég hef reyndar alveg fengið ágætlega mikið af giggum, en til þess þarf maður að vera duglegur og sýnilegur.”

Þrátt fyrir að mikill tími og vinna fari í það að koma sér á framfæri og vinna í tónlistinni segir Halldór það allt vera þess virði. Maður heldur alltaf áfram, þetta er ógeðslega gaman, annars væri maður ekki að standa í þessu.”
Halldór setur stefnuna hátt og segir að vel sé hægt að lifa á því að vera tónlistarmaður á Íslandi. Það er allt hægt í heiminum. Það er vel hægt lifa á tónlistinni og meira að segja nokkrir rapparar sem gera það.”

dori-gaeranNýtt efni á leiðinni

Dóri hefur verið duglegur að gefa út lög og koma fram á síðustu mánuðum og hann er svo sannarlega ekki hættur. Á döfinni er nýtt og ferskt efni, aðeins öðruvísi en það sem ég hef gefið frá mér, meira partý,” segir KÁ-AKÁ að lokum

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó