NTC

7 ástæður fyrir því að Akureyringar eru betri en allir aðrir


Það er löngu vitað að Akureyringar eru fremri öllum Íslendingum og Kaffinu fannst því réttast að raða ástæðum þess niður í lista. Við viljum taka það fram að þetta eru staðreyndir en ekki skoðanir.

Sjá einnig:Topp 10 – Ástæður þess að Akureyringar eru leiðinlegir

1. Akureyringar eru eina fólkið á landinu sem kann að keyra í snjó og hálku.

2. Hreimurinn sem Akureyringar hafa er engum líkur. Hann er harður, hann er flottur og Reykvíkingar biðja þess í hljóði að þeir hefðu fæðst á Akureyri til þess að geta talað svona flott. Í staðinn gera þeir grín að Akureyringum og biðja þá um að segja kók í bauk (sem allir hættu að segja fyrir 20 árum síðan, vel skotið).

3. Akureyringar eru vinnualkar upp til hópa og það hefur spurst út til höfuðborgarinnar. Ef þú ert frá Akureyri færðu umsvifalaust vinnu á höfuðborgarsvæðinu því að þú fæddist ekki sem silfurskeiðar-borgarbarn.

4. Akureyringar eru alltaf náttúrulega sólbrúnni en Reykvíkingar vegna þess að það er alltaf betra veður á Akureyri.

5. Akureyringar eiga fleiri komment en allir landsmenn á kommentakerfum fjölmiðla því þeir eru betri en allir aðrir í að tuða. Sérstaklega ef illa er farið með landsbyggðina í einhverjum ákveðnum málum eða fréttum.

6. Akureyringar voru fyrstir til þess að uppgötva að bernaise-sósa gerir allt betra. Allt á Akureyri er löðrandi í bernaise.

7. Akureyringar ólu upp Aron Einar, Guðjón Val, Villa Naglbít, Jónsa í Svörtum fötum, Eddu Hermannsdóttur, Baldvin Zetu, Binna Glee, Adolf Inga, Sigrúnu Stefáns, Benedikt Brynleifsson, Rúnar Eff, Alfreð Gísla, Sigmund Erni, Sögu Jónsdóttur, Helenu Eyjólfsdóttur, Atla Örvarsson og svo lengi mætti telja. Hvað hafið þið gert?

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó