NTC

34% verðmunur á stórum bjór á Akureyri

beer

Ódýrasta kranabjórinn í bænum er að finna á Akureyri Backpackers, en þar kostar bjórinn 850 kr.

Kaffið fór aftur á stjá í vikunni með nýja verðkönnun á veitingastöðum, börum og kaffihúsum bæjarins. Að þessu sinni var kannað verð á stórum bjór, 0,5L á krana. Niðurstöðurnar voru nokkuð jafnar og virðist sem að flestir staðir bæjarins verðleggi bjórinn í kringum 1000 krónurnar. Einhverjir staðir bjóða einungis upp á bjór í 0,4 lítra glösum og eru því ekki með í þessar könnun.

Kaffið kannaði einnig hvað 30 lítra bjórkútur er almennt að kosta í innkaupum og komst að því að meðalverðið sé í kringum 18.000 kr. Úr einum kút eru sölustaðir því að fá u.þ.b. 56 stóra bjóra, ef reiknað er með einhverju affalli.
Tekið skal fram að á sumum stöðum, sér í lagi veitingastöðum, er veitt þjónusta til borðs og því e.t.v. skiljanlegra að örlítið meira sé lagt á verð bjór og víns.

Í ljós kom að ódýrasta kranabjórinn í bænum er að finna á Akureyri Backpackers, en þar kostar bjórinn 850 kr. Hamborgarafabrikkan selur dýrasta bjórinn samkvæmt könnuninni en þar færðu stjóran bjór á krana á 1.195 kr.

Hamborgarafabrikkan – 1.195 kr.
Bryggjan – 1.150 kr.
Bautinn – 1.150 kr.
Greifinn – 1.100 kr.
Icelandair Hótel/ Aurora restaurant – 1.100 kr.
Múlaberg – 1.100 kr.
Kaffi Jónsson / Keiluhöllin – 1.100 kr.
Símstöðin – 1.050 kr.
Akureyri fish and chips – 1.000 kr.
R5 – 1000 kr.
Pósthúsbarinn – 1.000 kr.
Götubarinn – 1.000 kr.
Ölstofan – 950 kr.
Bláa Kannan – 950 kr.
Backpackers – 850 kr.

 

Sambíó

UMMÆLI